Berglind og Markús

Brúðkaup 25. júní 2005

Tuesday, May 24, 2005

Það er ekki eitt heldur allt

Ójá, það er heldur betur verið að gera fínt fyrir ykkur kæru brúðkaupsgestir. Ekki nóg með að þið fáið þennan fína risastóra pall, heldur er líka verið að ganga frá planinu svo það verði nú hægt að leggja nokkrum bílum og svo þið þurfið ekki að stikla í mölinni á háu hælunum. Nú þarf bara að fara að koma sér í þessi fínni smáatriði eins og skreytingar, skó og skartgripi. Og það stuðlar.

Thursday, May 12, 2005

Jömmí

Þá er búið að panta kökuna, hún verður sko ekki amaleg! Og ganga frá söngnum í kirkjunni, hann verður nú aldeilis ekki amalegur heldur. Þetta er allt að gerast, enda eins gott því tíminn líður alveg hreint ótrúlega hratt (á gervihnattaöld, afsakið, ég bara varð að segja þetta í tilefni af júróvisjón á laugardaginn). Talandi annars um tímann þá minni ég góðlátlega á að það er alveg að koma 15. maí, við viljum því endilega fara að heyra í ykkur sem ekki hafið tilkynnt komu ykkar. Setjið inn athugasemd hér, sendið tölvupóst, hringið, eða kíkið í kaffi á pallinum um helgina.

Monday, May 09, 2005

Pallurinn skotgengur

Nú er pallurinn heldur betur að verða veisluhæfur, pabbi og Markús eru algjörir pallasmíða-snillingar. Eða eins og Sigurður Pétur sagði, þetta er alveg eins og í Húsasmiðju-auglýsingu :) Margir eru búnir að tilkynna komu sína, okkur til mikillar ánægju. Að öðrum ólöstuðum gleður það mig samt mest að skiptinemafósturmamma (er það ekki örugglega orð...) mín frá Kanada ætlar að koma og meira að segja vera á Íslandi í þrjár vikur og fara með okkur í útilegu. Fyrir þá sem tala frönsku bendi ég á að þarna er kjörið tækifæri í veislunni til að æfa sig svolítið! :)

Sunday, May 01, 2005

Nokkrar spurningar og svör

Hvar, hvenær, hvernig?
Allar helstu praktísku upplýsingar er að finna á brúðkaupsvefsíðunni okkar, http://www.cocktail.is/markusogberglind.htm


Hvernig nær maður í ykkur?

  • í heimasímann 567-0809
  • gsm síma 860-0122
  • netföng og
  • eða með því að skilja eftir skilaboð hér á síðunni

Þið getið líka haft samband við Ingu Rósu (mömmu Berglindar) í síma 898-3652 eða tölvupósti

Og hver verður veislustjóri?
Veislustjóri verður Snorri Gylfason, þið getið haft samband við hann í tölvupósti ef þið viljið halda ræðu, syngja lofsöng um brúðhjónin eða gera eitthvað annað skemmtilegt.