Berglind og Markús

Brúðkaup 25. júní 2005

Monday, June 06, 2005

Ekkert að gerast?

Það mætti halda að það væri bara ekkert að frétta af brúðkaupsundirbúningi. En það er nú ekki alveg svo, það er bara svo mikið að gera að maður má ekkert vera að því að segja frá því :-) Það er búið að draga upp sparslspaðann og málningarrúlluna og verið að snurfusa ýmislegt. Svo erum við á fullu að bíða eftir mönnunum sem eru að ganga frá planinu en þeir haga sér eins og sannir iðnaðarmenn, sturtuðu sandi í planið og hafa síðan ekki sést í tvær vikur. Annars er nú bara allt að verða frágengið og við erum farin að hlakka mikið til. Ég minni ykkur á spurt og svarað póstinn hér að neðan og sömuleiðis brúðkaupssíðuna okkar hjá veisluþjónustunni þar sem má meðal annars sjá matseðilinn.

2 Comments:

Blogger Siggadis said...

Ohhh... hvað ég skil´ði vel... ég er einmitt með harðsperrur eftir að bíða eftir mínum iðnaðarmanni, búin að vera að bíða í ... hva tvo mánuði... ætli mar verði ekki ekki ofurmassaður eftir sumarið ef hann fer ekki að sýna sig? :-)

8:19 AM  
Blogger Siggadis said...

Ohhh... hvað ég skil´ði vel... ég er einmitt með harðsperrur eftir að bíða eftir mínum iðnaðarmanni, búin að vera að bíða í ... hva tvo mánuði... ætli mar verði ekki ekki ofurmassaður eftir sumarið ef hann fer ekki að sýna sig? :-)

8:19 AM  

Post a Comment

<< Home