Berglind og Markús

Brúðkaup 25. júní 2005

Thursday, May 12, 2005

Jömmí

Þá er búið að panta kökuna, hún verður sko ekki amaleg! Og ganga frá söngnum í kirkjunni, hann verður nú aldeilis ekki amalegur heldur. Þetta er allt að gerast, enda eins gott því tíminn líður alveg hreint ótrúlega hratt (á gervihnattaöld, afsakið, ég bara varð að segja þetta í tilefni af júróvisjón á laugardaginn). Talandi annars um tímann þá minni ég góðlátlega á að það er alveg að koma 15. maí, við viljum því endilega fara að heyra í ykkur sem ekki hafið tilkynnt komu ykkar. Setjið inn athugasemd hér, sendið tölvupóst, hringið, eða kíkið í kaffi á pallinum um helgina.

3 Comments:

Blogger Berglind Rós said...

Úbbs, það er víst ekki júróvisjón núna á laugardaginn, heldur eftir viku.

2:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég veit að ég er ekki búin að baka kransakökuna - en samt, má hún ekki vera með á listanum????
Mamma.

4:25 PM  
Blogger Sigga Lára said...

Verð að lýsa yfir gífurlegri hrifningu yfir gjafalistafyrirkomulaginu.
Ekkert hefur annars breyst með mínar asnalegu vinnuaðstæður, ég kemst ekki í eigin persónu, en ég var samt farin að fá andarteppu í hvert skipti sem ég huxaði til gjafakaupa. Mikið þjóð- og snilldarráð!
Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!

4:16 AM  

Post a Comment

<< Home